Ráðgjafar okkar hafa áratuga reynslu af alþjóðlegum fjármálamörkuðum og við leggjum hana alla á vogarskálarnar til að tryggja bestu mögulegu ábyrgu ávöxtun.
Ráðgjafar Arngrimsson Advisors búa að stóru tengslaneti við alþjóðlega fjárfesta, sjóði og fjármálastofnanir auk áratuga reynslu af eignastýringu með langtímaávöxtun í huga. Það hefur reynst okkur best í gegn um tíðina að vinna náið með viðskiptavinum að lausnum sem best samrýmast þeirra áherslum, þörfum og væntingum.
Arngrimsson Advisors þjónusta eingöngu fagfjárfesta sem eru þátttakendur á erlendum mörkuðum. Sjálfbærnimarkmið og samfélagsleg ábyrgð skipta æ meira máli í viðskiptaumhverfi nútímans og við tökum ávallt mið af slíkum mælikvörðum í mati okkar á fjárfestingakostum.